Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Hreiðrið Bíógangi

Notaleg aðstaða fyrir fjölskyldur með ungabörn

Hreiðrið er notaleg aðstaða fyrir foreldra með ungabörn. Þar er hægt að sinna þeim í ró og næði í þægilegu umhverfi.

Í Hreiðrinu er hlýlegt og notalegt andrúmsloft til þess að sinna allra yngstu kynslóðinni og öllu því sem henni fylgir. Boðið er upp á góða skiptiaðstöðu, þægilega sófa og stóla til brjóstagjafa. Stóru systkinunum ætti ekki að leiðast enda leikföng og fleira skemmtilegt til þess að dunda við á meðan athygli foreldrana beinist að þeim yngri.

Hreiðrið er staðsett á Bíógangi 3.hæð. Hringt er dyrabjöllu við inngang til að fá aðgang.  

Hreiðrið er opið á auglýstum opnunartíma Kringlunnar.

Við hlökkum til að fá ykkur öll í heimsókn!

Hreiðrið er staðsett á Bíógangi 3.hæð 

Það er oft gott að komast úr erlinum í ró og næði til þess að sinna börnunum, gefa að drekka og skipta á þeim.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn