Kringlan og viðskiptavinir hennar eru svo lánsöm að innangengt er úr verslunarmiðstöðinni í Borgarleikhúsið. Borgarleikhúsið er rekið af Leikfélagi Reykjavíkur, einu elsta menningarfélagi landsins.
Borgarleikhúsið í Kringlunni var opnað árið 1989 og býður upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi. Leikhúsgestir geta lagt bílnum á bílastæðum eða í bílakjallara Kringlunnar, fengið sér að borða fyrir sýningu á einhverjum af fjölmörgum veitingastöðum Kringlunnar og gengið beint úr verslunarmiðstöðinni inní Borgarleikhúsið.
Samtals eru 22 sýningar í boði á leikárinu. Þar af eru 5 barna- og fjölskyldusýningar, 4 danssýningar og 12 aðrar sýningar sem spanna allt frá léttum gamanleikjum til dramatískari verka. Samstarf Borgarleikhússins við Vesturport og Íslenska dansflokkinn bætir við dýpt og breidd þess sem í boði er í Borgarleikhússinu en sérstök áhersla er lögð á græðandi verk, mannbætandi og jákvæð.
Sem fyrr er einnig ætlunin að spyrja áleitinna spurninga og vera í virku samtali við áhorfendur. Á þessu leikári ber óvenju mikið á nýjum íslenskum leikritum og nýjum leikskáldum Borgarleikhússins. Gestir Borgarleikhússins eru því boðnir velkomnir í framsækið leikhús til að njóta kraftmikilla og skemmtilegra sýninga.
Hægt er að kaupa gjafakort í Borgarleikhúsið á þjónustuborði Kringlunnar.
Gefðu góða gjöf - gefðu gjafakort í Borgarleikhúsið.