Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Borgarbókasafn Reykjavíkur

Borgarbókasafn - Menningarhús Kringlunni

Kíktu í heimsókn!

Ertu á leiðinni í Kringluna? Vissir þú að bóksafnið er í tengibyggingunni á milli verslunarkjarnans og Borgarleikhússins? Það er því um að gera að kíkja við hjá þeim í leiðinni. Starfsfólkið tekur vel á móti þér og er alltaf boðið og búið að aðstoða. Og svo er alltaf heitt á könnunni!

Aðstaða

Bókasafnið býður upp á notalega aðstöðu í fallegu húsnæði. Börn og unglingar eiga sinn eigin stað í safninu og þeir sem eldri eru tylla sér gjarnan út við fallegu gluggana, kíkja í nýjustu blöðin og bækurnar og sötra kaffi í leiðinni. Vegna nálægðar við leikhúsið leggja þau sérstaka rækt við leikhúsbókmenntir og efni sem tengist leiklist og leikhúsvinnu. Einnig er gott úrval bóka um kvikmyndir og dans. Gestum er boðið reglulega upp á leikhúskaffi auk annarra viðburða fyrir börn og fullorðna. Þú kemst á þráðlaust net auk þess sem hægt er að fá aðgang að tölvum og prentara gegn vægu gjaldi. Bókabíllinn Höfðingi, sem keyrir út um alla borg, hefur bækistöð í Kringlunni. 

Staðsetning og samgöngur

Bókasafnið er til húsa í viðbyggingu sem tengir Kringluna og Borgarleikhúsið. Góð aðstaða er fyrir hreyfihamlaða í safninu og aðgengi að safninu gott af neðra bílaplani Kringlunnar við Borgarleikhúsið.

Strætisvagnaferðir að Kringlunni eru greiðar og viðkomustaðir strætisvagnaleiða eru við Listabraut, Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Sjá nánar á straeto.is.

Frekari upplýsingar um þjónustu og dagskrá má finna á vef Borgarbókasafns

Opnunartímar

Mán. - fim. 10:00 - 18:30
Föstudaga 11:00 - 18:30
Lau. og sun.* 13:00 - 17:00

* Lokað er alla sunnudaga frá júní - ágúst

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn