Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins og sem slík vill hún axla samfélagslega ábyrgð og stuðla að umhverfisvænu samfélagi. Kringlan setur sér það markmið að vera leiðandi á sviði umhverfismála í rekstri verslunarkjarna á Íslandi með því að hrinda í framkvæmd þeim markmiðum sem hún hefur sett sér og kallar Græn spor:
|
|
|
|
|
![]() |
Viðurkenning árið 2012 fyrir góðan árangur í flokkun.
Árið 2012 féllu til tæp 100 tonn af bylgjupappa hjá Kringlunni sem samsvarar því sem nemur að höggva niður um 1.780 fullvaxin tré.. Umhverfislegur sparnaður af flokkuninni er umtalsverður og verður gerð grein fyrir honum hér að neðan.
Með því að endurvinna minnkum við álag á auðlindir jarðarinnar en búum til hringrás hráefna sem við getum nýtt aftur og aftur. Bylgjupappa má endurvinna allt að sjö sinnum án þess að hann tapi nokkru af þeim gæðum sem hann hafði í upphafi. Hér að neðan er upptalning á þeim umhverfislega sparnaði sem við náðum með því að flokka allan bylgjuappa frá Kringlunni:
Rafmagn er ein af lykilauðlindum í framleiðslu á bylgjupappa. Með því að endurvinna hráefnið spöruðum við sem samsvarar u.þ.b. 297.000 KW stundum. Það magn dugar til að knýja um 82 heimili í eitt ár.
Önnur lykilauðlind í bylgjupappaframleiðslu er vatn. Með því að endurvinna pappann getum við dregið úr vatnsnotkuninni um því sem svarar heildar vatnsnotkun einnar manneskju í sjö ár eða því magni sem þarf til að fylla þrjár 25 m sundlaugar.
Olía er ein af þeim auðlindum sem þarf að nota til að framleiða bylgjupappa. Með því að endurvinna drögum við umtalsvert úr olíuþörf til framleiðslunnar. Samtals sparaði Kringlan því sem nemur 895 olíutunnum árið 2009.
Ef bylgjupappinn hefði farið til urðunar hefði þurft landsvæði sem nemur 314,3 rúmmetrum. Það samsvarar því plássi sem þarf til að raða 20 skipagámum upp.