Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Um okkur

Í Ævintýralandi geta börn á aldrinum 3-9 ára brugðið á leik og átt ógleymanlegar stundir á meðan mamma og pabbi versla í Kringlunni.

Meðal þess sem bíður barnanna í Ævintýralandi má nefna risakastala, boltaland, fótboltaspil, leiksvið, búninga, bækur og freistandi úrval af spennandi leikföngum.

Sendu okkur línu

Verðskrá

Innritunargjald 1.100 kr.
1,5 klst. 1.400 kr.
2 klst. 1.600 kr.
Börn undir 3 ára* 800 kr.
Systkini 1 klst. 1000 kr.
Systkini 1,5 klst. 1.200 kr.
Systkini 2 klst. 1.400 kr.
10 skipta afsláttarkort 8.500 kr.

*Við viljum vekja athygli á því að börn undir 3 ára eru velkomin í Ævintýraland en verða þá að vera í fylgd með fullorðnum eða einstaklingi 14 ára og eldri.

Almennir opnunartímar

Mán. - mið 15:00 til 18:30
Fim. - fös 14:00 til 19:00
Laugardaga 11:00 til 18:00
Sunnudaga 13:00 til 17:00

Ath. Innskráningu lýkur hálfri klukkustund fyrir lokun.

Ætlast er til þess að forráðamenn yfirgefi ekki Kringluna á meðan barn er í gæslu Ævintýralands.

Starfsumsókn

Viltu koma í hópinn og starfa með skemmtilegu fólki í góðu umhverfi?

Fylltu út starfsumsókn hér

Afmælisveislur

Það getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir barnið að halda upp á afmælið sitt í Ævintýralandi Kringlunnar. Hægt er að halda upp á afmæli fyrir 3 – 9 ára börn og geta afmælisgestir verið allt frá 8 – 24 börn í heildina. Afmælisveislan stendur í tvær klukkustundir og sjá foreldrar um frágang að máltíð lokinni.

Við bjóðum upp á tvo fallega afmælissali á sitt hvorri hæðinni sem eru skreyttir með flottum og litríkum blöðrum, afmælisgestirnir hafa aðgang að öllu Ævintýralandi og snæða svo inni í afmælisherbergjunum.

Foreldrum býðst sá kostur að koma með eigin veitingar og/eða geta pantað veitingar í gegnum Ævintýraland á hagstæðu verði fyrir hópinn.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 517-9025 á opnunartíma Ævintýralands. Hlökkum til þess að sjá ykkur

Boðskort í afmæli til útprentunar (pdf) - sækja hér

Verð fyrir afmæli

Gjald fyrir hvert barn

1.100 kr.

Veitingar:

Foreldrar geta pantað veitingar í gegnum Ævintýraland og bætist þá eftirfarandi verð ofan á grunngjaldið:

Dominos

2 sneiðar af pizzu, 2 brauðstangir og gos/svali
 

 

500 kr.

Subway

6" skinku- eða pizzabátur, smákaka og Trópí

 

 

685 kr.

Verðdæmi: 1.100 kr + 500 kr (Dominos) = 1.600  kr á hvert barn

 

Borðbúnaður

Ævintýraland býður upp á flottan og litríkan borðbúnað til leigu gegn vægu gjaldi, en forráðamönnum er einnig velkomið að koma með sinn eigin borðbúnað.

Innifalið í borðbúnaði eru glös, diskar, gafflar og skeiðar, vatnskanna, kökuspaði og kökuhnífur.

Fyrir 8-14 börn           1.500 kr.
Fyrir 15-24 börn 2.000 kr.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn