Þjónustuborð Kringlunnar er staðsett á 1. hæð við matvöruverslun Hagkaups. Opnunartími þjónustuborðs sá sami og auglýstur opnunartími Kringlunnar. Á þjónustuborðinu geta viðskiptavinir okkar nálgast almennar upplýsingar um Kringluna. Þjónustan er margvísleg en þar má meðal annars finna
Gjafakort Kringlunnar er gjöf af öllu hjarta. Þú færð kortið á þjónustuborði Kringlunnar eða á gjafakort.kringlan.is. Einnig getur þú fengið upplýsingar um stöðu gjafakorta á þjónustuborðinu. Ef þú kaupir gjafakortið á vefsíðu Kringlunnar getur þú valið um að fá það sent heim eða sækja það á þjónustuborðið.
Á þjónustuborðinu getur þú fengið lánaða barnakerru. Þessi þjónusta er án endurgjalds, einungis þarf að kvitta fyrir kerrunum og sýna skilríki. Í boði eru regnhlífakerrur og eru þær um 20 talsins. Einnig er boðið upp á tvíburakerru og er hún lánuð út gegn 5.000 kr. tryggingu.
Þjónustuborð Kringlunnar er með hjólastóla til láns til viðskiptavina Kringlunnar gegn 5.000 kr. tryggingu.
Hægt er að kaupa strætómiða og strætókort á þjónsutuborðinu. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um strætóferðir og hvaða vagnar stoppa í næsta nágrenni.
Gjafakort Borgarleikhússins er fáanlegt á þjónustuborði Kringlunnar. Gjafakortið gildir á sýningu að eigin vali, þau koma í fallegum gjafaöskum og þau renna aldrei út. Gefðu góða gjöf - gefðu gjafakort í Borgarleikhúsið.
Óskilamunir sem finnast í Kringlunni er safnað saman á þjónustuborði Kringlunnar og eru geymdir þar í 2 vikur. Viðskiptavinir sem telja sig hafa týnt munum í Kringlunni geta hringt í síma 517 9000 eða komið við á þjónustuborðinu og athugað hvort það sem tapast hefur hafi skilað sér þangað.
Frímerki eru til sölu á þjónustuborði Kringlunnar. Póstkassi er staðsettur á 1.hæð við þjónustuborðið.
Viðskiptavinir Kringlunnar fengið afnot af skáp á meðan þeir versla. Lykill að skáp fæst á þjónustuborðigegn 1.000 kr. tryggingu sem endurgreiðist við skil á lykli.
Gjafakort Kringlunnar er hægt að nálgast á Þjónustuborði Kringlunnar. Þú getur einnig greitt fyrir það á vefnum og látið senda það hvert á land sem er eða einfaldlega sótt það á Þjónustuborðið.