Í Ævintýralandi geta börnin brugðið á leik og átt ógleymanlegar stundir á meðan pabbi og mamma versla í Kringlunni.
Meðal þess sem bíður barnanna í Ævintýralandi má nefna risakastala, boltaland, fótboltaspil, körfuboltahorn, leiksvið, búninga, bækur og freistandi úrval af spennandi leikföngum.
Ævintýraland er líka skemmtilegur staður til að halda barnaafmæli.